Seyðisfjördur Guesthouse er staðsett á Seyðisfirði, 25 mínútna akstur er frá flugvellinum á Egilsstöðum.
Við bjóðum gestunum okkar upp á ókeypis Wifi nettengingu, garð, verönd með sólstólum og borðum og reiðhjól sem þeir geta notað til að fara um bæinn.
Herbergin okkar eru stílhrein og falleg og bjóða upp á útsýni yfir fjörðinn. Hægt að velja um herbergi með baðherbergi eða herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Sameiginlegt, fullbúið eldhús með ísskáp, rafmagns eldavél, örbygljuofni og uppþvottavél er í boði. Kaffi og te er í boði hússins.
Við erum með þvottahús með þvottavél og þurrkara sem gestir geta notað ókeypis.
4 tveggja manna herbergi og 3 fjögurra manna herbergi með nýjum og þægilegum rúmum. Fjögurra manna herbergi eru með tveim rúmum og koju.
Gistihúsið er í göngufjarlægð frá Regnbogagötunni og tilvalinn staðsetning fyrir þá sem vilja njóta listahátíðarinnar LungA sem fer fram í júlí ár hvert eða bregða sér á skíði í Stafdal sem er í 8 mínútna akstursfjarlægð.